Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Ares-banka um að Nýi Landsbankinn greiddi hinum spænska banka þrjátíu milljónir evra, eða fjóran og hálfan milljarð króna vegna svokallaðra peningamarkaðsinnlána. RÚV greindi frá þessu í hádeginu.
Borgar Þór Einarsson, lögmaður Nýja Landsbankans segir að dómurinn hafi fordæmisgildi. Borgar Þór segir að kröfur á íslensku bankanna vegna peningamarkaðsinnlána nemi jafnvel hátt í tvö hundruð milljörðum króna. Aresbanki krafðist þess að peningamarkaðsinnlán sín hjá gamla Landsbankanum yrðu færð yfir í nýja bankann.