Verðbólgan í samræmi við markmið

Eldsneytisverð hækkaði um 4% í desember og hefur það áhrif …
Eldsneytisverð hækkaði um 4% í desember og hefur það áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vísitala neysluverðs hækkaði í desember um 0,33% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,43% frá nóvember.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,5%.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og er þetta í fyrsta skipti síðan í apríl 2004 sem verðbólgan hér á landi er jafn lág og markmið Seðlabanka Íslands kveða á um. Í apríl 2004 var verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili 2,2%.

Er hækkun vísitölu neysluverðs nú í takt við væntingar greiningardeildar Arion banka en heldur minni en spá greiningar Íslandsbanka hljóðaði upp á.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,6% verðbólgu á ári (5,4% verðbólga fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Meðalvísitala neysluverðs árið 2010 var 363,2 stig, 5,4% hærri en meðalvísitalan 2009. Samsvarandi breyting var 12,0% árið 2009 og 12,4% árið 2008.

Meðalvísitala neysluverðs án húsnæðis árið 2010 var 345,5 stig, 7,5% hærri en meðalvísitalan 2009. Samsvarandi breyting var 16,1% árið 2009 og 12,2% árið 2008.

Í janúar 2011 mun Hagstofa Íslands breyta aðferð við útreikning á útvarpsgjaldi í vísitölu neysluverðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK