Greiningardeild Arion banka segir Hagstofuna draga kanínu úr hatti sínum þegar kemur að mælingum verðlags í janúar og þar af leiðandi muni verðbólga lækka meira í mánuðinum en greiningardeildin gerði ráð fyrir.
Arion banki hafði spáð því að verðlag myndi lækka um 0,4% í janúar vegna útsöluáhrifa. Nú spáir hún 0,8% lækkun. Ástæðan er sú að Hagstofan mun taka útvarpsgjaldið úr vísitölu neysluverðs um mánaðamótin.
Greiningardeildin segir áhugavert að velta fyrir sér hvort Hagstofan muni geta galdrað enn fleiri kanínur upp úr hattinum á næstunni til þess
að vega upp á móti öðrum skatta- og gjaldskrárhækkunum hins opinbera. ornarnar@mbl.is