Hagstofukanínan heldur verðbólgunni niðri

Greiningardeild Arion banka segir Hagstofuna draga kanínu úr hatti sínum þegar kemur að mælingum verðlags í janúar og þar af leiðandi muni verðbólga lækka meira í mánuðinum en greiningardeildin gerði ráð fyrir.

Arion banki hafði spáð því að verðlag myndi lækka um 0,4% í janúar vegna útsöluáhrifa. Nú spáir hún 0,8% lækkun. Ástæðan er sú að Hagstofan mun taka útvarpsgjaldið úr vísitölu neysluverðs um mánaðamótin.

Von á fleiri kanínum?

Fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar Arion að innheimt útvarpsgjald renni ekki lengur beint til RÚV og þar af leiðandi líti Hagstofan á gjaldið sem beinan skatt og því verði það ekki lengur inni í vísitölunni. Þetta þýðir með öðrum orðum að gjaldskrárhækkunin mun leiða til lægri mælingar Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs.

Greiningardeildin segir áhugavert að velta fyrir sér hvort Hagstofan muni geta galdrað enn fleiri kanínur upp úr hattinum á næstunni til þess

að vega upp á móti öðrum skatta- og gjaldskrárhækkunum hins opinbera. ornarnar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK