Vextir hækka í Kína

Kínverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka vexti.
Kínverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka vexti. Reuters

Seðlabanki Kína hækkaði í dag vexti um 25 punkta, en þetta er í annað sinn á síðustu þremur mánuðum sem bankinn hækkar vexti.

Tilgangur vaxtahækkunar er að reyna að draga úr útlánum og halda aftur af verðbólgu. Vaxtahækkun í október var fyrsta breyting kínverska seðlabankans á vöxtum í þrjú ár.

Stjórnvöld í Kína óttast afleiðingar verðbólgu í landinu, en mótmæli hafa brotist út vegna verðhækkana á mat. Matvælaverð í Kína hefur hækkað um 12% það sem af er ári. Þensla í efnahagslífinu hefur einnig valdið hækkun á fasteignaverði. Fyrri í þessum mánuði herti seðlabankinn reglur um bindiskyldu banka. Þetta var í sjötta sinn á árinu sem reglurnar eru hertar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK