Gengið hækkaði um 12% á árinu

Gengi krón­unn­ar hef­ur styrkst þó nokkuð gagn­vart flest­um öðrum mynt­um á ár­inu. Hef­ur því geng­is­vísi­tala krón­unn­ar, sem veg­ur sam­an verð gjald­miðla helstu viðskiptaþjóða Íslands gagn­vart krón­unni, lækkað þó nokkuð á ár­inu. Þannig stóð gildi geng­is­vísi­töl­unn­ar í lok síðasta árs í tæp­um 233 stig­um en nú stend­ur hún í 208 stig­um og jafn­gild­ir þetta styrk­ingu upp á 12%. Þetta kem­ur fram í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

Kaup­mátt­ar­aukn­ing­in mest gagn­vart for­int­unni

Seg­ir deild­in að þetta hafi haft í för með sér aukna ferðagleði Íslend­inga en kaup­mátt­ur hafi auk­ist mis­mikið og jafn­vel minnkað. Á þetta til dæm­is við ef Íslend­ing­ur ætl­ar að ferðast Ástr­al­íu en þá þarf hann að reiða fram rúm­um 5 krón­um meira fyr­ir Ástr­al­íu­dal­inn (jafn­gildi 4% hækk­un­ar) en um síðustu ára­mót. Svipaða sögu er að segja um ef áfangastaður­inn er annað hvort Jap­an eða Taí­land.

Mest hef­ur gengi krón­unn­ar styrkst gagn­vart ung­versku for­int­unni, og ætli Íslend­ing­ur að ferðast til Ung­verja­lands þarf hann nú að reiða fram um fimmt­ungi færri krón­ur fyr­ir for­int­una en um síðustu ára­mót. Svipaða sögu er að segja ef ferðinni er heitið til Króa­tíu, og hef­ur krón­an styrkst um 19% gagn­vart hinni króa­tísku kúnu frá síðustu ára­mót­um.

„Megin­á­stæða hjöðnun­ar verðbólg­unn­ar hér á landi á und­an­förn­um miss­er­um er að áhrif geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar á verðbólgu, sem varð í aðdrag­anda og sam­hliða hruni banka­kerf­is­ins hér á landi á ár­inu 2008, eru nú nær horf­in og við eru tek­in áhrif styrk­ing­ar krón­unn­ar. Því kem­ur styrk­ing krón­unn­ar ekki aðeins við buddu þeirra lands­manna sem hafa verið á far­alds­fæti.

Á mæli­kv­arða sam­ræmdr­ar vísi­tölu neyslu­verðs fór verðbólg­an mest upp í 21,9% hér á landi í janú­ar í fyrra, og mæld­ist hún lengi vel lang­mest hér á landi af öll­um ríkj­um Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins (EES). Veru­lega hef­ur dregið úr henni frá þeim tíma og í nóv­em­ber síðastliðnum var hún kom­in niður í 3,8%. Á sama tíma og verðbólg­an hef­ur hjaðnað hér á landi hef­ur hún al­mennt auk­ist er­lend­is.

Á mæli­kv­arða sam­ræmdr­ar vísi­tölu neyslu­verðs var verðbólg­an í nóv­em­ber að meðaltali 2,3% í ríkj­um EES, en til sam­an­b­urðar þá hafði hún verið 1,1% á sama tíma árið á und­an. Mest mæld­ist verðbólg­an í Rúm­en­íu (7,7%) í nóv­em­ber síðastliðnum en minnst á Írlandi (-0,8%), en sem kunn­ugt er þá hef­ur tólf mánaða takt­ur verðbólgu á Írlandi verið með nei­kvæðum for­merkj­um allt frá því í mars á síðasta ári," seg­ir í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK