Samið um sölu á Heklu

Arion banki í samstarfi við Volkswagen í Þýskalandi hefur ákveðið að ganga til samninga við Friðbert Friðbertsson og Franz Jezorski um sölu á bifreiðaumboðinu Heklu. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð.
 
Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér þann 16. september síðastliðinn og í auglýsingum sem birtar voru í kjölfarið, var bifreiðaumboðið Hekla auglýst til sölu. Tólf tilboð bárust bankanum og héldu fimm tilboðsgjafar áfram í söluferlinu. Í kjölfar þeirra viðræðna hefur verið ákveðið að ganga til formlegra samningaviðræðna við fyrrnefnda aðila um kaup þeirra á Heklu, segir í tilkynningu frá Arion banka.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir á fyrstu vikum næsta árs. Friðbert og Franz eiga saman félagið DCP en Franz hefur meðal annars unnið við fasteignasölu og lögmannsstörf. Friðbert starfaði hér áður meðal annars fyrir Húsasmiðjuna og Coca Cola.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK