Hagfræðivölvan spáir upprisu Íslands

mbl.is

Sam­kvæmt  hag­fræðivölv­un­um verður 2011 árið sem ís­lenska hag­kerfið rís á fæt­ur á nýj­an leik eft­ir banka­hrunið. Þetta kem­ur fram í ára­móta­út­gáfu Grein­ing­ar Íslands­banka.

All­ir spáaðilar sem birta op­in­ber­ar spár fyr­ir ís­lenska hag­kerfið bú­ast þannig við að hag­vöxt­ur verði loks á ár­inu eft­ir sam­drátt síðustu tvö árin þar á und­an. Þetta verður þó hæg­fara bati enda hef­ur end­ur­reisn ís­lenska hag­kerf­is­ins gengið hægt. 

„Mis­jafn­lega mik­ill vöxt­ur er í kort­un­um eft­ir því hvaða völva á í hlut en mest­um vexti spá­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn sem býst við 3% hag­vexti á næsta ári. Seðlabank­inn býst  við að hag­kerfið vaxi um 2,1% á næsta ári. Hag­stof­an spá­ir 1,9% vexti, hag­deild Alþýðusam­bands Íslands spá­ir að vöxt­ur­inn verði 1,7% og OECD spá­ir 1,5% vexti.

Við bú­umst við að viðsnún­ing­ur­inn á næsta ári verði öllu daufari, og að hag­vöxt­ur­inn á næsta ári verði ekki nema 0,9% en taki svo al­menni­lega við sér árið 2012 knú­in áfram af vexti í einka­neyslu og fjár­fest­ing­um.

Þær hagspár sem hafa birst í vet­ur hafa all­ar verið á sömu bók­ina skrifaðar varðandi horf­urn­ar framund­an. Þannig bú­ast nú all­ir við að bat­inn verði hæg­ari en áður og vöxt­ur á næsta ári minni en áður var gert ráð fyr­ir. Það sem mun­ar mestu þar um er að stór fjár­fest­ing­ar­verk­efni hafa taf­ist sem veld­ur minni hag­vexti," seg­ir í Morgun­korni Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK