Hlutabréf nánast liðin tíð

Skuldabréf voru alls ráðandi í Kauphöllinni á árinu sem er …
Skuldabréf voru alls ráðandi í Kauphöllinni á árinu sem er að líða mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mikil breyting hefur orðið á verðbréfaviðskiptum á Íslandi undanfarin ár. Veltan á hlutabréfamarkaði náði hámarki á árunum 2006 og 2007 og varla nokkur maður sem sýndi skuldabréfum áhuga. En nú er öldin önnur og voru heildarviðskipti með skuldabréf 2.840 milljarðar króna á árinu en 25 milljarðar með hlutabréf. Skuldabréfaveltan stendur nú fyrir 99% viðskipta í Kauphöllinni.

3 félög með nánast alla veltuna

Velta í viðskiptum á árinu sem er að líða jókst um 3% frá fyrra ári. Skuldabréfavísitölur Kauphallarinnar hækkuðu á bilinu 6,5 til 22%.

Úrvalsvísitalan OMXI6 hækkaði um 14,6%.

Á skuldabréfamarkaði voru mest viðskipti með óverðtryggð ríkisbréf (1.688 milljarðar) en á hlutbréfamarkaði með bréf Marels, 11,9 milljarðar króna, BankNordik, 6,6 milljarðar króna og Össurar fyrir 6,1 milljarða króna. Alls 24,6 milljarðar króna. Það þýðir að einungis 400 milljón króna velta var með hlutabréf annarra félaga.

Tíu fyrirtæki hafa boðað komu í Kauphöllina

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar segir í tilkynningu að hann telji að það séu stórlega vannýtt tækifæri á bæði skuldabréfamarkaði og hlutabréfamarkaði fyrir traust fyrirtæki og fjárfesta, en á nýju ári hafa um 10 fyrirtæki boðað komu sína á hlutabréfamarkað.

Dagleg velta á skuldabréfamarkaði á árinu 2010 var 11,4 milljarðar króna samanborið við 11 milljarða í fyrra.

Dagleg velta á hlutabréfamarkaði var 102 milljónir króna á árinu 2010 en var 203 milljónir króna á árinu 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK