Ávöxtunarkrafa grískra 10 ára ríkisskuldabréfa fór í 12,553% í viðskiptum í Evrópu í dag og hefur aldrei verið hærri.
Gamla metið var 12,465%. Var það sett í maí þegar Grikkir gerðu samkomulag við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um 110 milljarða evra lánafyrirgreiðslu.