Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Þórshafnar við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður og skilyrði hans uppfyllt. Þeir sem koma að endurskipulagningu sparisjóðsins eru auk Seðlabankans, Byggðastofnun og Tryggingasjóður sparisjóða.
Stofnfjárhlutur Seðlabankans og Byggðastofnunar verður framseldur til Bankasýslu ríkisins sem mun fara með um 76% eignarhlut í sjóðnum, segir í tilkynningu frá stjórn Sparisjóðs Þórshafnar.