Stefnt að sölu ríkisbréfa fyrir 120 milljarða króna

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Stefnt að því að selja ríkisbréf fyrir samtals 120 milljarða króna árið 2011, þar af er áætlað að selja ríkisbréf fyrir 30-50 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt lánaáætlun ríkissjóðs fyrir árið 2011.

Ákveðið hefur verið að halda áfram uppbyggingu á RIKB 12 0824 skuldabréfaflokksins en hann var upphaflega gefinn út sem tveggja ára flokkur í ágúst sl. og er nú 30 milljarðar króna að stærð. Fyrirhugað er að selja bréf í flokknum fyrir 5-15 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi.

Einnig verður haldið áfram uppbyggingu á 5 ára flokknum RIKB 16 1013 sem var fyrst gefinn út í október sl. og er nú 21,6 ma.kr. að stærð. Fyrirhugað er að selja bréf í flokknum fyrir 5-15 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi.

Nýr 20 ára óverðtryggður ríkisbréfaflokkur verður gefinn út fljótlega á næsta ári. Áætluð sala í flokknum er 15-25 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi. Flokkurinn verður með sambærilega uppbyggingu og önnur óverðtryggð ríkisbréf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka