Veðlánaviðskipti SÍ stóraukast

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Veðlánaviðskipti Seðlabanka Íslands (SÍ) við bankakerfið hafa aukist verulega frá því í haust, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Heildarumfang viðskiptanna frá því í september nema um 260 milljörðum króna og þar af námu viðskiptin í nóvember og desember 162 milljörðum. Bankar eiga í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann til þess að tryggja sér aðgang að lausafé.

Veðlánaviðskiptin fyrstu átta mánuði ársins námu til samanburðar 98 milljörðum króna. Af þessu má leiða að eftirspurn bankakerfisins eftir aðgengi að lausu fé hefur aukist verulega síðustu mánuði ársins.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK