Kortavelta eykst milli ára

Reuters

Erlend kortavelta Valitor jókst um 30% á milli ára og innlend kortavelta um 11%. Jólaverslun með Visakort náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól eins og undanfarin ár en alls varð rúmlega 5% veltuaukning innanlands fyrir þessi jól ef miðað er við sama tímabil í fyrra sem er 1. desember og fram að jólum.

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir kreditkortaveltu ágætis mælikvarða á umsvif í hagkerfinu og hvernig einkaneysla Íslendinga þróist. „Það er ljóst að við erum að sjá bata. Það er aukning umfram verðlagsbreytingar. Verðbólga var um 2% á þessu ári og við sjáum aukningu umfram það. Við sáum það að einhverju leyti í fyrra líka.“

Viðar segir að tölurnar megi fyrst og fremst rekja til þess að Íslendingar ferðist meira en í fyrra. „Það er fyrst og fremst það. Við höfum ekki tölur um hvort hver einstaklingur verslar meira en hann gerði áður. Við getum ekki lagt út frá því. Við sjáum á heildina litið að í krónum talið verslar fólk jafnmikið og árið 2007.“

Svipað og 2007

Hins vegar eru þetta orðnar sambærilegar upphæðir sem er athyglisvert. Íslenskur almenningur fær náttúrlega borgað í krónum. Hans laun eru í krónum en í krónum talið, þennan mánuð á tilteknu tímabili, erum við komin á sama stað og 2007. En auðvitað er kaupmátturinn miklu minni.“

Íslendingar ferðast meira

Hrunið var náttúrlega gríðarlega mikið árið 2008. Þannig kemur innanlandsveltan ekki endilega svo mikið á óvart en þetta er einhver aukning, sem er ánægjulegt að sjá. Hagkerfið er að taka við sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK