Kortavelta eykst milli ára

Reuters

Erlend kortavelta Valitor jókst um 30% á milli ára og innlend kortavelta um 11%. Jólaverslun með Visakort náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól eins og undanfarin ár en alls varð rúmlega 5% veltuaukning innanlands fyrir þessi jól ef miðað er við sama tímabil í fyrra sem er 1. desember og fram að jólum.

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir kreditkortaveltu ágætis mælikvarða á umsvif í hagkerfinu og hvernig einkaneysla Íslendinga þróist. „Það er ljóst að við erum að sjá bata. Það er aukning umfram verðlagsbreytingar. Verðbólga var um 2% á þessu ári og við sjáum aukningu umfram það. Við sáum það að einhverju leyti í fyrra líka.“

Viðar segir að tölurnar megi fyrst og fremst rekja til þess að Íslendingar ferðist meira en í fyrra. „Það er fyrst og fremst það. Við höfum ekki tölur um hvort hver einstaklingur verslar meira en hann gerði áður. Við getum ekki lagt út frá því. Við sjáum á heildina litið að í krónum talið verslar fólk jafnmikið og árið 2007.“

Svipað og 2007

Viðar segir að Íslendingar eyði nú jafnmiklu erlendis, í krónum talið, og árið 2007. „Gengið spilar auðvitað þarna inn í, fólk er auðvitað ekki með sömu kaupgetu. Ef þú tekur tillit til gengisins þá er verslunin ennþá helmingi minni í erlendum gjaldmiðlum en 2007.

Hins vegar eru þetta orðnar sambærilegar upphæðir sem er athyglisvert. Íslenskur almenningur fær náttúrlega borgað í krónum. Hans laun eru í krónum en í krónum talið, þennan mánuð á tilteknu tímabili, erum við komin á sama stað og 2007. En auðvitað er kaupmátturinn miklu minni.“

Íslendingar ferðast meira

Viðar segist hafa fundið það á kaupmönnum að þeir séu almennt bjartsýnni á vöxt og meiri verslun en áður. „Það hefur orðið einhver vöxtur en það er þó mismunandi eftir verslunum. Hins vegar er athyglisvert að sjá að Íslendingar eru farnir að ferðast meira. Við heyrðum af því í október en þetta er staðfesting á því að fólk er farið að versla erlendis aftur eftir hrunið.

Hrunið var náttúrlega gríðarlega mikið árið 2008. Þannig kemur innanlandsveltan ekki endilega svo mikið á óvart en þetta er einhver aukning, sem er ánægjulegt að sjá. Hagkerfið er að taka við sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK