Vilja ekki afhenda Kaupþings-gögn

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. Reuters

Breska Rowland fjölskyldan, sem á Havilland-banka í Lúxemborg, áður Kaupþing Lúxemborg, reynir nú að koma í veg fyrir að embætti sérstaks saksóknara fái afhent gögn sem fundust við húsleit í bankanum í Lúxemborg. Telja þeir sem vinna að rannsókninni að gögnin geti veitt mikilvægar upplýsingar um fall Kaupþings, segir í frétt breska blaðsins Daily Telegraph í dag.

Rowland-fjölskyldan heldur því fram að Havilland-banki tengist ekki á nokkurn hátt Kaupþingi í Lúxemborg. Samt sem áður er Banque Havilland, að berjast gegn því, ásamt nítján viðskiptavinum sínum, að embætti sérstaks saksóknara á Íslandi fái gögnin í hendur, segir í frétt Daily Telegraph.

Í síðasta mánuði úrskurðaði dómstóll í Lúxemborg að bankinn yrði að afhenda gögnin en sonur Davids Rowland, Jonathan, sem tók við sem forstjóri bankans eftir að Magnús Guðmundsson var leystur frá störfum vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara, staðfestir að bankinn hafi ásamt nítján viðskiptavinum sínum, áfrýjað niðurstöðunni.

Þegar húsleitin var gerð í Lúxemborg í fyrra sendi Havilland bankinn frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom  að rannsóknin tengist bankanum ekki á nokkurn hátt heldur einungis Kaupþingi. Sagði jafnframt að Havilland-bankinn myndi aðstoða eins og honum væri frekast unnt við rannsóknina.

Kaupþing er til rannsóknar bæði hjá embætti sérstaks saksóknara á Íslandi og efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office. Segir í frétt Telegraph í dag að rannsóknin beinist að lánum Kaupþings til tengdra aðila og hvort verði á hlutabréfum bankans hafi verið stýrt með saknæmum hætti.

Meðal annars hafa kaup bróður emírsins af Katar verið til rannsóknar sem og Gertner-bræðranna. Kaup þeirra á hlutabréfum í bankanum voru fjármögnuð af bankanum sjálfum.

Segir í frétt Telegraph að hvort sjeikinn né Gertner bræðurnir séu til rannsóknar á Íslandi né Bretlandi þar sem ekki er talið að þeir hafi tekið þátt í athæfinu heldur sé rannsakað hvort Kaupþing hafi notað nöfn þeirra án heimildar til þess að hækka verð hlutabréfa bankans.

Um fjörtíu tóku þátt í húsleitinni í Havilland bankanum í Lúxemborg í fyrra og er rannsóknin í Lúxemborg eins sú stærsta og viðamesta sem fram hefur farið í tengslum við fjármálafyrirtæki í landinu.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK