Ljósaperur þrefaldast í verði

Sparperur nota minna rafmagn en hefðbundnar glóperur en kosta umtalsvert …
Sparperur nota minna rafmagn en hefðbundnar glóperur en kosta umtalsvert meira. mbl.is/Skapti

Birgðir af hefðbundn­um glóper­um eru að renna út í Evr­ópu og árið 2012 verða þær með öllu bannaðar í Evr­ópu­sam­band­inu.

Fram­leiðend­ur ljósa­pera, sem nota minna raf­magn, losna því við sam­keppn­ina frá frum­stæðari lýs­ingu glóper­anna. Er því ekki að undra að fram­leiðend­urn­ir eru að hækka heild­sölu­verð á um­hverf­i­s­vænni per­um og í Bretlandi er gert ráð fyr­ir því að smá­sölu­verð á per­un­um þre­fald­ist inn­an næstu þriggja mánaða. Pera sem áður kostaði 33 pens mun með öðrum orðum kosta meira en eitt pund inn­an skamms og munu sum­ar spar­neytn­ari per­ur kosta meira en þrjú pund.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur nú þegar bannað smá­söl­um að kaupa inn 100 vatta per­ur og frá sept­em­ber næst­kom­andi verður óheim­ilt að kaupa inn sex­tíu vatta per­ur.

Fram­leiðend­ur um­hverf­i­s­vænni ljósa­pera hækkuðu heild­sölu­verð fyr­ir tveim­ur árum þegar ákveðið var að banna glóper­ur og eru að leika sama leik­inn aft­ur núna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka