109 milljarða afgangur

Gámar í Sundahöfn.
Gámar í Sundahöfn. mbl.is/Golli

Afgangur af vöruskiptum við útlönd nam 10,4 milljörðum í nóvember samkvæmt staðfestum tölum Hagstofu. Fyrstu 11 mánuði ársins var afgangur af vöruskiptum 109 milljarðar króna en var 75,1 milljarður á sama tímabili árið áður.

Fyrstu ellefu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 511,1 milljarð króna en inn fyrir tæpan 402,1 milljarð króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam tæpum 109 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 75,1 milljarð á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 33,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Verðmætari útflutningur

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruútflutnings 67,6 milljörðum eða 15,2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,7% meira en á sama tíma árið áður. 

Útfluttar iðnaðarvörur voru 55,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,3% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða en samdráttur varð í útflutningi á skipum og flugvélum.

Innflutningur eykst á ný

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruinnflutnings 33,8 milljörðum eða 9,2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru, fjárfestingarvöru og eldsneyti en á móti kom samdráttur í innflutningi á flutningatækjum.

Vefur Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK