52 milljarða tilboð í Icelandic Group

Kanadískt fyrirtæki, High Liner Foods, hefur lagt fram tilboð í Icelandic Group og hljóðar það upp á 340 milljónir evra, 52,4 milljarða króna. Þetta kemur fram á vef fréttastofunnar Canadian-Press. Þar segir að í tilboðinu felist að 170 milljónir evra verði greiddir út í hönd og 170 milljóna skuldir verði yfirteknar. 

Henry Demone, forstjóri High Liner Foods, segir að með yfirtöku á Icelandic verði fyrirtækið leiðandi í sölu á unnum sjávarafurðum á Bandaríkjamarkaði. 

High Liner segir að núverandi eigendur Icelandic Group eigi í viðræðum við evrópskt fjárfestingarfélag og muni ekki hefja samningaviðræður við aðra fyrr en 8. janúar. Um er að ræða norræna fjárfestingarsjóðinn Triton.

Icelandic Group er í eigu Fjárfestingarsjóðs Íslands, sem eignaðist fyrirtækið með kaupum á Vestia af Landsbankanum fyrir 15,5 milljarða króna. Fram kom í vetur að gert væri ráð fyrir því að Icelandic yrði skráð á hlutabréfamarkað en að  öðrum langtíma fjárfestum yrði boðið að kaupa allt að 30% hlut í félaginu á næstu mánuðum.

Áætluð velta Icelandic á síðasta ári er um 150 milljarðar króna. EBITDA-afkoma félagsins á þessu ári er áætluð um 7,5 milljarðar króna. Starfsmenn Icelandic eru samtals um 3700 og af þeim starfa um 50 hér á landi. Bókfært eigið fé Icelandic þann 30 júní síðastliðinn var um 25 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34%. 

High Liner Foods, sem er með höfuðstöðvar á Nova Scotia, keypti í desember  fyrirtækið Viking Seafoods Inc. fyrir 31,5 milljón dala, 3,6 milljarða króna, en það stefnir á Bandaríkjamarkað. Viking, sem er með höfuðstöðvar í Boston, var eitt stærsta óháða sjávarútvegsfyrirtæki þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK