Fékk þóknun vegna málaferla

Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður.
Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður.

Baugur Group greiddi Karli Georgi Sigurbjörnssyni bætur vegna vinnutaps, álitshnekkja og kostnaðar sem hann varð fyrir vegna starfa sinna fyrir dótturfélag Baugs, A-Holding.

Greiddar voru alls 9.9 milljónir króna til Karls Georgs, skömmu áður en Baugur sótti um greiðslustöðvun. Þrotabú Baugs hefur krafist riftunar á greiðslunum til Karl Georgs, en munnlegur málflutningur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun vegna málsins. Verjandi Karls Georgs, Einar Þór Sverrisson, mótmælti því ekki að um bætur hefði verið að ræða vegna ofangreindra atriða. 

Karl Georg sagði í vitnisburði sínum að hann ásamt Sigurði G. Guðjónssyni hefði verið fenginn til þess verks að tryggja að viðskipti A-Holding með stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar „fengju sinn eðlilega gang.“ En hann var síðan ákærður af efnahagsbrotadeild fyrir fjársvik, en hann var sagður hafa gefið fimm stofnfjáreigendum ranga mynd um verðmæti eignar sinnar. Karl var sýknaður af ákærunni í Hæstarétti í mars á síðasta ári. 

Hann sagði í vitnisburði sínum í dag að hann hefði ekki sætt sig við að fá einungis þá þóknun sem hann hafði þegar fengið frá A-Holding vegna viðskiptanna með stofnfjárbréfin, miðað við allt það sem hann gekk í kjölfarið í gegnum fyrir dómstólum. Þess vegna hafi hann samið við Stefán Hilmarsson, þá fjármálastjóra Baugs, um aukagreiðslu vegna útlags kostnaðar og mannorðshnekkja sem fylgdu áðurgreindum málaferlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK