FL til efnahagsbrotadeildar

Frá aðalfundi FL Group á meðan allt virtist leika í …
Frá aðalfundi FL Group á meðan allt virtist leika í lyndi. mbl.is/Sverrir

Grunur er um alvarleg skattalagabrot í tengslum við milljarða króna rekstrarkostnað FL Group frá árinu 2007 og er málið á leið til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, samkvæmt frétt Stöðvar 2.

Málið snýst m.a. vegna kostnaðar við hlunnindi starfsmanna eins og leigu á glæsibifreiðum, sem geymdar voru í „dótakassa“, eins og Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum hluthafi í FL Group, nefndi í viðtali við Stöð 2 í kvöld.

Eftir bankahrunið tapaði FL Group um 350 milljörðum króna, aðallega vegna hlutabréfa í Glitni. Var nafni félagsins breytt í Stoðir, sem nú hefur litla skrifstofu í Hátúni þar sem aðeins tveir starfsmenn starfa, annar þeirra Júlíus Þorfinnsson sem var talsmaður FL Group í góðærinu, að því er kom fram í fréttinni.

Rekstrarkostnaður FL Group árið 2007 var um 6,2 milljarðar króna sem samkvæmt frétt Stöðvar 2 hefur aldrei verið útskýrður fullkomlega. Óskaði Vilhjálmur Bjarnason eftir skýringum á kostnaðinum á aðalfundi á sínum tíma og var ósáttur við rýr svör, m.a. vegna leigu á glæsibifreiðum til starfsmanna og flugferða þeirra erlendis.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er með fleiri mál til rannsóknar tengd FL Group, m.a. vegna viðskipta með Sterling-flugfélagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK