Hugðu á risalánveitingar til að bjarga aðalhluthafanum

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Ekki virðist vera sem risa­vaxn­ar lán­veit­ing­ar, sem lána­nefnd Kaupþings ákvað á síðasta fundi sín­um 24.sept­em­ber 2008, hafi orðið að veru­leika í þeim mæli sem lagt var upp með, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Frétta­stofa Rík­is­sjón­varps­ins hef­ur sagt frétt­ir af því að á síðasta fundi lána­nefnd­ar bank­ans, sem hald­inn var 24. sept­em­ber 2008, hafi verið tekn­ar ákv­arðanir um lán­veit­ing­ar upp á alls 450 millj­arða króna.

Stór hluti þeirr­ar upp­hæðar átti, sam­kvæmt frétt Rík­is­sjón­varps­ins, átti að fara til rúss­nesks auðmanns, Al­ishers Usmanovs – alls 270 millj­arðar króna. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is seg­ir að 24. sept­em­ber hafi legið fyr­ir lánaum­sókn hjá Kaupþingi upp á 30 millj­arða króna frá fé­lagi í eigu Usmanovs. Til­gang­ur­inn var sagður kaup á hluta­bréf­um í finnska trygg­inga­fé­lag­inu Sampo. Ex­ista var stærsti hlut­hafi Kaupþings, allt fram að hruni í októ­ber 2008. Því virðist sem lána­nefnd bank­ans hafi ætlað að bjarga aðall­hlut­haf­an­um með þess­um stóru lán­veit­ing­um, sem átti að nota til kaupa á Sampo-bréf­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka