Ekki virðist vera sem risavaxnar lánveitingar, sem lánanefnd Kaupþings ákvað á síðasta fundi sínum 24.september 2008, hafi orðið að veruleika í þeim mæli sem lagt var upp með, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur sagt fréttir af því að á síðasta fundi lánanefndar bankans, sem haldinn var 24. september 2008, hafi verið teknar ákvarðanir um lánveitingar upp á alls 450 milljarða króna.
Stór hluti þeirrar upphæðar átti, samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins, átti að fara til rússnesks auðmanns, Alishers Usmanovs – alls 270 milljarðar króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að 24. september hafi legið fyrir lánaumsókn hjá Kaupþingi upp á 30 milljarða króna frá félagi í eigu Usmanovs. Tilgangurinn var sagður kaup á hlutabréfum í finnska tryggingafélaginu Sampo. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings, allt fram að hruni í október 2008. Því virðist sem lánanefnd bankans hafi ætlað að bjarga aðallhluthafanum með þessum stóru lánveitingum, sem átti að nota til kaupa á Sampo-bréfum.