Síðasta fundargerð lánanefndar Landsbankans er frá 8. október 2008, daginn eftir að bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu.
Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að Sigurjón Þ. Árnason, Halldór K. Lárusson og Elín Sigfúsdóttir hafi þá komið saman, samkvæmt fundargerð, og ráðstafað lánum upp á 117 milljarða króna. Fundurinn hafi hins vegar aldrei verið haldinn.
Fram kom, að einhver þessara lána höfðu að öllum líkindum þegar verið greidd út þegar fundurinn var haldinn.
Ríkisútvarpið sagði, að af þeim 117 milljörðum, sem var ráðstafað þennan dag, hafi 70 milljarðar runnið til félaga í tengslum við stærstu eigendur bankans, feðgana Björgólf Guðmundsson og Björgólf Thor Björgólfsson.