Lánanefnd tjáir sig ekki um lán til Usmanovs

Alisher Usmanov.
Alisher Usmanov.

Meðlimir lánanefndar Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, Sigurður Einarsson stjórnarformaður, Bjarki Diego, yfirmaður lánasviðs móðurfélags Kaupþings, og stjórnarmennirnir Gunnar Páll Pálsson og Bjarnfreður Ólafsson vildu ekki tjá sig um lánafyrirgreiðslu til rússneska auðkýfingsins Alishers Usmanovs þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir, að samkvæmt heimildum blaðsins séu  litlar eða engar líkur á því að ætlað 270 milljarða króna lán til Usmanovs hafi verið afgreitt af lánasviði Kaupþings.

Fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur sagt fréttir af því í vikunni að á síðasta fundi lánanefndar bankans hinn 24. september 2008 hafi verið teknar ákvarðanir um samtals 450 milljarða króna lánveitingar, en þar af áttu 270 milljarðar að fara til Usmanovs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK