Mun færri fyrirtæki stofnuð

Flest gjaldþrot eru enn í byggingarstarfsemi.
Flest gjaldþrot eru enn í byggingarstarfsemi. mbl.is/RAX

Skráð voru 117 ný einkahlutafélög í nóvember á síðasta ári samanborið við 208 einkahlutafélög í sama mánuði 2009, sem jafngildir tæplega 44% fækkun milli ára. Á sama tíma voru 101 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 80 fyrirtæki í nóvember 2009, sem jafngildir rúmlega 26% aukningu.

Fram kemur í nýjum upplýsingum Hagstofunnar, að heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga var 1483 fyrstu 11 mánuði ársins 2010 og fækkaði nýskráningum um rúmlega 37% frá sama tímabili árið 2009 þegar 2359 ný einkahlutafélög voru skráð.

Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 11 mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 877 sem er tæplega 6% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 829 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK