Lánin afgreidd löngu áður

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Árni Sæberg

Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vef sínum í dag, að öll þau lán, sem fjallað sé um í fundargerð lánanefndar Landsbankans frá 9. október 2008, hafi verið afgreidd út úr bankanum mánuðum og árum áður. 

Björgólfur fullyrðir, að þær  ákvarðanir, sem þarna séu færðar til bókar, varði breytingar á ábyrgðum vegna gamalla lána og þær hafi verið teknar fyrir hrun fyrirtækjanna með það að markmiði að bæta stöðu Landsbankans.

„Hvers vegna stjórnendur Landsbankans færa ekki þessar ákvarðanir í bækur lánanefndar fyrr en 9. október eða mánuði síðar kann ég ekki skýringar á. Vissulega kemur það spánskt fyrir sjónir almennings þegar færðar eru til bókar gamlar ákvarðanir um veð í fyrirtækjum sem eru farin í þrot. Hins vegar sýnist mér að ástæðan fyrir því að stjórnendur gera þetta eftir að bankinn er kominn í hendur FME sé sú að þeir vilja sýna í bókum bankans að þeir voru með þessum ákvörðunum að verja hagsmuni bankans," segir Björgólfur meðal annars.

Vefur Björgólfs Thors Björgólfssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK