Skattur hækkar á slitastjórnir

mbl.is/Kristinn

Þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og annað hvort sitja í eða vinna í þágu skilanefnda eða slitastjórna fjármálafyrirtækja munu þurfa að reikna sér mánaðarlaun upp á 1,5 milljónir króna á þessu ári.

Kemur þetta fram í nýjum reglum Ríkisskattstjóra, sem birtar voru rétt fyrir áramót.

Flestir þeir sem um ræðir eru lögmenn eða endurskoðendur og hafa hingað til væntanlega fallið í svokallaðan A(1) flokk í reglum skattstjóra og því þurft að reikna sér laun upp á 725 þúsund krónur á mánuði.

Reiknað endurgjald í skilningi skattalaga er sú fjárhæð sem sjálfstætt starfandi manni er skylt að reikna sér til launa. Er það gert til að koma í veg fyrir að maður í sjálfstæðum atvinnurekstri, í gegnum einkahlutafélag með tugi milljóna í tekjur, geti reiknað sér afar lág laun, en tekið aðrar tekjur út sem arðgreiðslur og þar með greitt af þeim lægri skatta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK