Ástralir kaupa orkustöð OH

Orkustöð Orkuveitu Húsavíkur.
Orkustöð Orkuveitu Húsavíkur.

Ástralskt fyrirtæki, Wasabi Energy, hefur keypt orkustöð Orkuveitu Húsavíkur, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Í tilkynningu fyrirtækisins til erlendra miðla segir að allur búnaður í orkustöðinni muni verða endurnýjaður, til að hámarka orkuframleiðslu hennar.

Í frétt fyrirtækisins segir að það hafi lýst yfir þeirri ætlun sinni að kaupa orkustöðina í apríl sl. og athuganir á fýsileika þess hafi staðið yfir síðan. Nú sé ekki starfsemi í orkustöðinni, en endurnýjun búnaðar muni hefjast um leið og fengist hafi samþykki frá nefnd um erlenda fjárfestingu.

Wasabi Energy er sem fyrr segir ástralskt fyrirtæki og er skráð á hlutabréfamarkað þar í landi. Það á eignarhluti í fyrirtækjum sem það telur að geti komið fram með lausnir á orku- og umhverfismálum heimsins. Global Geothermal, dótturfélag Wasabi, kaupir íslensku orkustöðina.

Í tilkynningu frá Wasabi Energy segist John Byrne, forstjóri félagsins, hlakka til að útvega íbúum Húsavíkur örugga og hreina orku með svonefndri Kalina tækni.

Gengi bréfa Wasabi Energy hefur hækkað um 7,5% í viðskiptum í bresku kauphöllinni í morgun. 

Tilkynning Wasabi Energy 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK