Eistar brenna peningaseðlum

Eistar tóku upp evru um síðustu áramót.
Eistar tóku upp evru um síðustu áramót. INTS KALNINS

Eistar tóku upp evru um áramót og þeir eru farnir að nota gamla gjaldmiðilinn, kroons, sem eldsmat til að hita upp heimili í Tallin.

Kroon-seðlum er safnað saman eftir að fólk hefur skipt á þeim í evrur og síðan er þeir pressaðir saman og sendir til orkuveitunnar í Tallin sem brennir seðlunum. Orkan fer í að hita upp heimili í borginni. Þetta segir  Rait Roosve, seðlabanki Eistlands, þegar hann var spurður hvað yrði um gömlu seðlana.

Gjaldmiðilsskiptin hafa gengið vel fyrir sig í Eistlandi, en ein evra jafngildir 15.6466 kroons.

Eistland er 17. ríkið til að taka upp evru. Slóvakía tók upp evru árið 2009 og Slóvenía árið 2007.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK