Eistar tóku upp evru um áramót og þeir eru farnir að nota gamla gjaldmiðilinn, kroons, sem eldsmat til að hita upp heimili í Tallin.
Kroon-seðlum er safnað saman eftir að fólk hefur skipt á þeim í evrur og síðan er þeir pressaðir saman og sendir til orkuveitunnar í Tallin sem brennir seðlunum. Orkan fer í að hita upp heimili í borginni. Þetta segir Rait Roosve, seðlabanki Eistlands, þegar hann var spurður hvað yrði um gömlu seðlana.
Gjaldmiðilsskiptin hafa gengið vel fyrir sig í Eistlandi, en ein evra jafngildir 15.6466 kroons.
Eistland er 17. ríkið til að taka upp evru. Slóvakía tók upp evru árið 2009 og Slóvenía árið 2007.