Ekki sami þrýstingur á lausn Icesave og áður

Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur (t.v.).
Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur (t.v.).

Þrátt fyr­ir að færa megi rök fyr­ir því að best sé að leysa Ices­a­ve-málið og horfa fram á veg­inn, eru Íslend­ing­ar ekki und­ir sömu tíma­pressu og áður. Þetta er mat Friðriks Más Bald­urs­son­ar, pró­fess­ors.

Friðrik birt­ir í dag grein á vef­inn voxeu.org þar sem hann ræðir ástand og horf­ur í Ices­a­ve-deil­unni. Hann seg­ir að með nýj­ustu Ices­a­ve-samn­ing­un­um hafi tek­ist að hafa áhrif á lyk­il­breytu samn­ing­anna, nefni­lega vaxta­pró­sent­una á kröfu Breta og Hol­lend­inga. 

„Nýja sam­komu­lagið er mun betra en síðasta út­gáfa þess. Vænt­ur nú­virt­ur kostnaður (miðað við for­send­ur fjár­málaráðuneyt­is­ins) fyr­ir Ísland hef­ur þannig lækkað úr 10% af vergri lands­fram­leiðslu í 4%.“

Friðrik nefn­ir að kostnaður­inn við frest­un á úr­lausn Ices­a­ve-máls­ins sé óljós. Fyrst um sinn hafi virst sem eng­in er­lend lána­fyr­ir­greiðsla myndi fást af­greidd til Íslands, væri Ices­a­ve enn í lausu lofti. Þar af leiðandi hefði greiðslu­fall rík­is­ins við lok árs 2011 verið óumflýj­an­legt. Af þessu hafi hins veg­ar ekki orðið. Friðrik seg­ir óljóst hvers vegna Bret­ar og Hol­lend­ing­ar horfið frá hót­un­um sín­um þess efn­is að komið yrði í veg fyr­ir er­lenda lána­fyr­ir­greiðslu til Íslands. Tel­ur Friðrik að um­sókn Íslands um aðgöngu að Evr­ópu­sam­band­inu kunni að hafa haft ein­hver áhrif þar. Pró­fess­or­inn tel­ur engu að síður að frest­un á lausn deil­unn­ar hafi haft slæm áhrif á fjár­mögn­un ís­lenskra fyr­ir­tækja, til að mynda orku­fram­leiðenda.

„Því er óljóst hvort það hafi verið í efna­hags­lega þágu Íslands að hafna fyrra Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu; kostnaður vegna þess kann að vega þyngra en ágóðinn,“ seg­ir Friðrik.

Hann held­ur því fram að með lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar muni er­lend­ir fjár­magns­markaðir opn­ast Íslandi, sam­skipti við ná­grannaþjóðir muni batna, er­lend fjár­fest­ing muni aukast og hag­vöxt­ur taka við sér. Einnig tel­ur Friðrik að auðveld­ara verði að af­nema gjald­eyr­is­höft­in, með lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK