Óviðunandi að skattgreiðendur bjargi bönkum

Bob Diamond á fundi nefndarinnar í morgun.
Bob Diamond á fundi nefndarinnar í morgun. Reuters

Bob Diamond, forstjóri Barclays-bankans, segir að bankar hefðu ekki átt að fá neyðarlán frá hinu opinbera á sínum tíma. Heldur hefðu þeir átt að fara á hausinn. Diamond lét þessi orð falla á fundi í dag með fjármálanefnd breska þingsins.

„Það er óviðunandi fyrir skattgreiðendur að bönkum sé bjargað með neyðarlánum frá hinu opinbera,“ sagði Diamond við nefndina. Hann bætti því við að „illa reknir“ bankar ættu skilið að fara á hausinn. Diamond tók fram að hans banki væri ekki of stór til að falla.

Diamond tók við stöðu forstjóra fyrir ellefu dögum síðan. Nefndin kallaði hann á sinn fund til þess m.a. að tryggja að bankinn muni auka lánagreiðslu til lítilla fyrirtækja í Bretlandi.

Diamond svaraði fyrirspurninni þannig, að hinn breski banki myndi að sjálfsögðu gera allt sem hann gæti til að hjálpa fyrirtækjum. Hann bætti þó við að enginn banki ætti að veita lán án þess að taka greiðslugetu viðtakanda til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK