Norska stórfyrirtækið Orkla staðfesti í morgun, að skrifað hefði verið undir samning um að selja Elkem AS til kínverska fyrirtækisins Bluestar Group fyrir 2 milljarða dala, jafnvirði nærri 240 milljarða króna. Elkem AS er móðurfélag Elkem á Íslandi sem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga.
Fram kemur í tilkynningu frá Orkla, að samningurinn nái til Elkem Silicon Materials, Elkem Foundry Products, Elkem Carbon og Elkem Solar. Orkla heldur hins vegar hlutabréfunum í Elkem Energi AS.
Norski kaupsýslumaðurinn Stein Erik Hagen, stjórnarformaður Orkla, og Mille Marie Treschoweiginkona hans eru stærstu hluthafar í Elkem AS og eiga nærri 25% hlut.
Einar Þorsteinsson, forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sagði við mbl.is í gær að hann ætti ekki von á því að eigendaskiptin hafi mikil áhrif á starfsemina.
„Eins og ég sé stöðuna í dag held ég að það skipti sáralitlu máli hver á móðurfélagið,“ sagði Einar í samtali við mbl.is.