Samið um sölu á Elkem

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. mbl.is/Sverrir

Norska stór­fyr­ir­tækið Orkla staðfesti í morg­un, að skrifað hefði verið und­ir samn­ing um að selja Elkem AS til kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins Blu­est­ar Group fyr­ir 2 millj­arða dala, jafn­v­irði nærri 240 millj­arða króna. Elkem AS er móður­fé­lag Elkem á Íslandi sem rek­ur járn­blendi­verk­smiðjuna á Grund­ar­tanga.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Orkla, að samn­ing­ur­inn nái til Elkem Silicon Mater­ials, Elkem Foundry Products, Elkem Car­bon og Elkem Sol­ar. Orkla held­ur hins veg­ar hluta­bréf­un­um í Elkem Energi AS.

Norski kaup­sýslumaður­inn Stein Erik Hagen, stjórn­ar­formaður Orkla, og Mille Marie Treschoweig­in­kona hans eru stærstu hlut­haf­ar í Elkem AS  og eiga nærri 25% hlut.  


Ein­ar Þor­steins­son,  for­stjóri Járn­blendi­verk­smiðjunn­ar á Grund­ar­tanga, sagði við mbl.is í gær að hann ætti ekki von á því að eig­enda­skipt­in hafi mik­il áhrif á starf­sem­ina.

„Eins og ég sé stöðuna í dag held ég að það skipti sára­litlu máli hver á  móður­fé­lagið,“ sagði Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK