José Sócrates, forsætisráðherra Portúgals, vísaði í dag á bug því sem hann kallaði orðróm um að verið væri að undirbúa fjárhagsaðstoð vegna skuldavanda landsins. Sagði Sócrates, að Portúgal gæti endurfjármagnað lán á fjármálamarkaði.
Seðlabanki Portúgals spáði því í dag, að verg landsframleiðsla í landinu muni dragast saman um 1,3% á þessu ári en fyrri spá gerði ráð fyrir því að hvorki yrði hagvöxtur né samdráttur.