Buðu 13,5% Icesave-vexti

Bretar buðu Íslendingum upphaflega að greiða Icesave-kröfuna til baka á …
Bretar buðu Íslendingum upphaflega að greiða Icesave-kröfuna til baka á 10 árum með 13,5% vöxtum.

Fyrsta tilboð Breta til Íslendinga um endurgreiðsluskilmála á Icesave-kröfunni hljóðaði upp á 13,5% vexti og 10 ára endurgreiðslutíma. Tilboðinu var hafnað. Þetta kemur fram á vef WikiLeaks.

Um er að ræða sendibréf frá Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, dagsettu 8.október 2008. Efni bréfsins er fundur með starfsmanni utanríkisráðuneytisins, Martin Eyjólfssyni. Haft er eftir Martin í bréfi sendiherrans að Bretar hafi boðið áðurnefnda 13,5% við lítinn fögnuð Íslendinga, sem hafi svarað með gagntilboði upp á 6% vexti. Martin nefnir að erfitt yrði að koma þeim tilboðum sem voru upp á borðinu haustið 2008 í gegnum Alþingi.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK