Íslandsbanki eignast Jarðboranir

Geysir, einn af borum Jarðborana.
Geysir, einn af borum Jarðborana.

Eignarhaldsfélag Íslandsbanka, Miðengi, hefur tekið yfir allt hlutafé Jarðborana hf. Kemur þetta fram í tilkynningu frá bankanum.

Jarðboranir hafa nú gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Íslandsbanka, sem hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Í tilkynningu segir að breytingin á eignarhaldi muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Jarðborana. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær félagið verði selt. Auk starfsemi á Íslandi eiga Jarðboranir félögin Iceland Drilling Azores og Hekla Energy GmbH.

Ný stjórn Jarðborana hefur verið skipuð. Í henni sitja Geir A. Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Hrafn Magnússon, Kristín Flygenring, Sigrún Elsa Smáradóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK