Eignarhaldsfélag Íslandsbanka, Miðengi, hefur tekið yfir allt hlutafé Jarðborana hf. Kemur þetta fram í tilkynningu frá bankanum.
Jarðboranir hafa nú gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Íslandsbanka, sem hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Í tilkynningu segir að breytingin á eignarhaldi muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Jarðborana. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær félagið verði selt. Auk starfsemi á Íslandi eiga Jarðboranir félögin Iceland Drilling Azores og Hekla Energy GmbH.
Ný stjórn Jarðborana hefur verið skipuð. Í henni sitja Geir A. Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Hrafn Magnússon, Kristín Flygenring, Sigrún Elsa Smáradóttir.