MP banka verður skipt í tvennt

MP banka verður skipt í tvennt og núverandi hluthafar bankans fara að mestu út úr eigendahópi hans, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Segir blaðið að Skúli Mogensen, fjárfestir, sé m.a. að skoða aðkomu að bankanum.

Þar segir að erlendar fjárfestingarbankaeignir MP banka verði settar inn í nýtt fjárfestingafélag, sem Margeir Pétursson, stofnandi og núverandi aðaleigandi, og helstu viðskiptafélagar hans munu eiga og stjórna.

Eftir í MP banka verða innlendar eignir og á bankinn að einbeita sér fyrst og fremst að viðskiptabankastarfsemi.Jafnframt fer fram hlutafjáraukning í bankanum og nýir hluthafar munu eignast bankann að mestu.

Margeir á 28% hlut í MP banka og bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir eiga samtals 25,4% hlut. Þá á Byr 13% hlut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK