Sigurjón, Elín og Steinþór í yfirheyrslu

Sigurjón Þ. Árnason.
Sigurjón Þ. Árnason. mbl.is/G. Rúnar

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og eftirmaður hans í starfi, Elín Sigfúsdóttir eru meðal þeirra sem eru til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag. Þá hefur Mbl.is heimildir fyrir því að Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans sé meðal þeirra sem yfirheyrðir eru.

Elín var forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans fyrir hrun.

Í tilkynningu embættis sérstaks saksóknara segir að sjö hafi verið færð til skýrslutöku í dag vegna rannsóknar á meintum brotum á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans og brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Einnig voru gerðar húsleitir á þremur stöðum.

Rannsóknin varðar eftirtalin mál: 

  1. Meint markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands með hlutabréf útgefin af bankanum.
  2. Lánveitingar til félaganna Hunslow S.A., Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partnes Corp. og Sigurðar Bollasonar ehf. til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum.
  3. Kaup Landsbanka Íslands á lánasafni Landsbankans í Luxemburg.
  4. Kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þeirra félaga.
Töldu bankaleynd meiri í Lúxemborg
Elín Sigfúsdóttir
Elín Sigfúsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka