Stofnfjáraukningar árin fyrir hrun hlaupa á tugum milljarða króna

Þeir sparisjóðir sem starfandi voru á Íslandi við árslok 2007 juku stofnfé um samtals 40 milljarða króna á árunum 2006 og 2007.

Í umfjöllun um þessi mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir, að nánast allt þetta fé sé tapað í dag, en í mörgum tilfellum skuldsettu gamalgrónir stofnfjáreigendur sig vegna þátttöku í stofnfjáraukningu síns heimasparisjóðs.

Langstærsta einstaka stofnfjáraukningin var hjá Byr í árslok 2007, en þá voru tæplega 24 milljarðar króna sóttir til stofnfjáreigenda.

Íslenska ríkið hefur tekið yfir nánast allt stofnfé langflestra sparisjóða landsins, svo að margir sitja eftir með sárt ennið. Aðeins þrír sparisjóðir eru ennþá á lífi í sinni gömlu mynd. Það eru Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Höfðhverfinga og Sparisjóður Suður-Þingeyinga.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK