ASÍ: Stefnan í Icesave hefur skaðað stöðu Íslands

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ernir Eyjólfsson

Sú leið sem farin hefur verið í Icesave-deilunni við bresk og hollensk stjórnvöld hefur skaðað ímynd Íslands og stöðu á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í umsögn Alþýðusambands Íslands til fjárlaganefndar um nýtt Icesave-frumvarp. Hinsvegar segir ASÍ að þessi leið hafi þó skilað ákveðnum árangri.

Í umsögninni er því fagnað að náðst hafi að nýju samningar um lausn Icesave-deilunnar en að mati ASÍ hefur töf á lausn málsins  tafið endurreisn hagkerfisins og torveldað nauðsynlegan aðgang Íslands að erlendum fjármálamörkuðum. Ennfremur segir í henni að þó svo erfitt sé að meta afleiðingar tafanna á atvinnustig og á hagvöxt sé ljóst að þær séu umtalsverðar.

ASÍ segir að nýi samningurinn „virðist hagstæðari en fyrri samningar, þó erfitt sé að meta það einhlítt.“ Bent er á að styrking krónunnar hafi dregið verulega úr ábyrgð ríkisins og  að „hærra mat á eignum gamla Landsbankans dregur einnig úr ábyrgð ríkisins.“ Fram kemur í umsögninni þó svo að nýi samningurinn feli í sér lægri vexti hafi fyrri samningar falið í sér möguleika á endurupptöku á vaxtaskilmálum.

ASÍ telur að Alþingi og ríkisstjórn verði að ljúka Icesave-deilunni sem fyrst og að nýi samningurinn ætti að stuðlað að auðveldara aðgengi að erlendu fjármagni og atvinnusköpun samhliða frekari vaxtalækkun. 


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK