ASÍ: Stefnan í Icesave hefur skaðað stöðu Íslands

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ernir Eyjólfsson

Sú leið sem far­in hef­ur verið í Ices­a­ve-deil­unni við bresk og hol­lensk stjórn­völd hef­ur skaðað ímynd Íslands og stöðu á alþjóðavett­vangi. Þetta kem­ur fram í um­sögn Alþýðusam­bands Íslands til fjár­laga­nefnd­ar um nýtt Ices­a­ve-frum­varp. Hins­veg­ar seg­ir ASÍ að þessi leið hafi þó skilað ákveðnum ár­angri.

Í um­sögn­inni er því fagnað að náðst hafi að nýju samn­ing­ar um lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar en að mati ASÍ hef­ur töf á lausn máls­ins  tafið end­ur­reisn hag­kerf­is­ins og tor­veldað nauðsyn­leg­an aðgang Íslands að er­lend­um fjár­mála­mörkuðum. Enn­frem­ur seg­ir í henni að þó svo erfitt sé að meta af­leiðing­ar taf­anna á at­vinnu­stig og á hag­vöxt sé ljóst að þær séu um­tals­verðar.

ASÍ seg­ir að nýi samn­ing­ur­inn „virðist hag­stæðari en fyrri samn­ing­ar, þó erfitt sé að meta það ein­hlítt.“ Bent er á að styrk­ing krón­unn­ar hafi dregið veru­lega úr ábyrgð rík­is­ins og  að „hærra mat á eign­um gamla Lands­bank­ans dreg­ur einnig úr ábyrgð rík­is­ins.“ Fram kem­ur í um­sögn­inni þó svo að nýi samn­ing­ur­inn feli í sér lægri vexti hafi fyrri samn­ing­ar falið í sér mögu­leika á end­urupp­töku á vaxta­skil­mál­um.

ASÍ tel­ur að Alþingi og rík­is­stjórn verði að ljúka Ices­a­ve-deil­unni sem fyrst og að nýi samn­ing­ur­inn ætti að stuðlað að auðveld­ara aðgengi að er­lendu fjár­magni og at­vinnu­sköp­un sam­hliða frek­ari vaxta­lækk­un. 


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK