Olía hækkaði enn á markaði í New York í dag. Norðursjávarolía fór yfir 99 dollara tunnan á markaði í London. Það er í fyrsta sinn á tveggja ára tímabili sem verðið nær þeim hæðum. Verð á hráolíu í New York, til afhendingar í febrúar, fór í 91.54 dollara tunnan. Það er 14 sentum hærra en í gær.
Sumir sérfræðingar telja að olíuverðið eigi eftir að fara í 100 dollara hver tunna en svo dýr hefur olían ekki verið síðan árið 2008.