Enn hækkar olían

Olía er að hækka í verði á heimsmarkaði.
Olía er að hækka í verði á heimsmarkaði. Reuters

Olía hækkaði enn á markaði í New York í dag. Norðursjávarolía fór yfir 99 dollara tunnan á markaði í London. Það er í fyrsta sinn á tveggja ára tímabili sem verðið nær þeim hæðum. Verð á hráolíu í New York, til afhendingar í febrúar, fór í 91.54 dollara tunnan. Það er 14 sentum hærra en í gær.

Sumir sérfræðingar telja að olíuverðið eigi eftir að fara í 100 dollara hver tunna en svo dýr hefur olían ekki verið síðan árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK