Segir ummæli Sigurðar alröng

Gunnar Andersen, forstjóri FME.
Gunnar Andersen, forstjóri FME. Árni Sæberg

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vísar ummælum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns Árnasonar, um að hann hafi verið hugmyndafræðingur kerfis aflandsfélaga sem stofnuð hafi verið kringum kauprétti starfsmanna Landsbankans á bug og segir þau alröng.

Hann hafi ekki haft neitt með kaupréttakerfi að gera þegar hann starfaði í bankanum og þegar hann lét af störfum árið 2002 þá hafi aðeins vísir af slíku kerfi verið til staðar innan bankans sem stóð aðeins nokkrum stjórnendum  til boða. Gunnar segist ekki hafa nýtt sér það.

Gunnar segist vissulega hafa setið í stjórnum nokkurra aflandsfélaga meðan hann starfaði í Landsbankanum og komið að stofnun eins þeirra. Það félag hafi hinsvegar verið stofnað um sjóðstýringu og tengist því ekki ásökunum Sigurðar með neinum hætti.

Ennfremur vill Gunnar taka það fram að eftir hann settist í forstjórastól Fjármálaeftirlitsins þá hafi tekið ákvörðun að víkja sæti í öllum málum sem tengjast Landsbankanum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK