Segir ummæli Sigurðar alröng

Gunnar Andersen, forstjóri FME.
Gunnar Andersen, forstjóri FME. Árni Sæberg

Gunn­ar Þ. And­er­sen, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, vís­ar um­mæl­um Sig­urðar G. Guðjóns­son­ar, lög­manns Sig­ur­jóns Árna­son­ar, um að hann hafi verið hug­mynda­fræðing­ur kerf­is af­l­ands­fé­laga sem stofnuð hafi verið kring­um kauprétti starfs­manna Lands­bank­ans á bug og seg­ir þau al­röng.

Hann hafi ekki haft neitt með kauprétta­kerfi að gera þegar hann starfaði í bank­an­um og þegar hann lét af störf­um árið 2002 þá hafi aðeins vís­ir af slíku kerfi verið til staðar inn­an bank­ans sem stóð aðeins nokkr­um stjórn­end­um  til boða. Gunn­ar seg­ist ekki hafa nýtt sér það.

Gunn­ar seg­ist vissu­lega hafa setið í stjórn­um nokk­urra af­l­ands­fé­laga meðan hann starfaði í Lands­bank­an­um og komið að stofn­un eins þeirra. Það fé­lag hafi hins­veg­ar verið stofnað um sjóðstýr­ingu og teng­ist því ekki ásök­un­um Sig­urðar með nein­um hætti.

Enn­frem­ur vill Gunn­ar taka það fram að eft­ir hann sett­ist í for­stjóra­stól Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þá hafi tekið ákvörðun að víkja sæti í öll­um mál­um sem tengj­ast Lands­bank­an­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK