Samkomulag um kaupin á Vestia

Húsasmiðjan er á meðal þeirra fyrirtækja sem Framtakssjóðurinn eignaðist.
Húsasmiðjan er á meðal þeirra fyrirtækja sem Framtakssjóðurinn eignaðist. mbl.is/Ómar

Framtakssjóður Íslands og Samkeppniseftirlitið hafa náð samkomulagi um tiltekin skilyrði eftirlitsins fyrir kaupum Framtakssjóðsins á eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði.

Skilyrðin eru sett í því skyni að draga úr röskun á samkeppni sem gæti orðið við kaup sjóðsins á þeim atvinnufyrirtækjum sem sjóðurinn öðlaðist yfirráð yfir.

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs, segir í tilkynningunni að stefnt sé að því að einhver fyrirtækjanna sem sjóðurinn eignaðist á almennan hlutabréfamarkað áður en langt um líður.

„Þegar Framtakssjóðurinn keypti Vestia af Landsbankanum sl. sumar voru kaupin eðlilega með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við tókum fljótlega upp viðræður við eftirlitið sem nú hafa leitt til sameiginlegrar niðurstöðu um ákveðin skilyrði sem lúta að samkeppni á markaði og erum við sátt við þau og ánægð með það samkomulag sem nú hefur náðst,“ segir Finnborgi í tilkynningunni.

Að baki Framtakssjóði standa 16 lífeyrissjóðir. Með kaupunum á Vestia fékk hann yfirráð yfir Húsasmiðjunni hf., Plastprenti hf. og Icelandic Group hf. og að auki 62% í Teymi. Í viðskiptunum fólst jafnframt að NBI hf. (Landsbankinn) eignaðist fjórðungshlut í sjóðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK