Evrópski seðlabankinn stórtækur

Jean-Claude Trichet, forseti Evrópska seðlabankans
Jean-Claude Trichet, forseti Evrópska seðlabankans Reuters

Evrópski seðlabankinn keypti skuldabréf af ríkjum evrusvæðisins fyrir 2,3 milljarða evra í síðustu viku. Þetta eru mestu inngrip bankans í skuldabréfamarkaðinn frá því um miðjan desember.

Heildarandvirði kaupa Evrópska seðlabankans á ríkisskuldabréfum, sem hófust í maí á síðasta ári, er nú orðið 76,5 milljarðar evra, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Seðlabankinn hefur fært aukna áhættu á bækur sínar með því að kaupa skuldabréf ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Kaupin hafa evrið liður í björgunaraðgerðum sem studd eru af Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Seðlabankinn hefur hvatt stjórnmálaleiðtoga innan Evrópusambandsins til þess að auka við björgunarsjóð evrusvæðisins, og tryggja aukinn sveigjanleika til fjárveitinga úr honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK