Evrópski seðlabankinn keypti skuldabréf af ríkjum evrusvæðisins fyrir 2,3 milljarða evra í síðustu viku. Þetta eru mestu inngrip bankans í skuldabréfamarkaðinn frá því um miðjan desember.
Heildarandvirði kaupa Evrópska seðlabankans á ríkisskuldabréfum, sem hófust í maí á síðasta ári, er nú orðið 76,5 milljarðar evra, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Seðlabankinn hefur fært aukna áhættu á bækur sínar með því að kaupa skuldabréf ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Kaupin hafa evrið liður í björgunaraðgerðum sem studd eru af Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Seðlabankinn hefur hvatt stjórnmálaleiðtoga innan Evrópusambandsins til þess að auka við björgunarsjóð evrusvæðisins, og tryggja aukinn sveigjanleika til fjárveitinga úr honum.