Gengi krónunnar lækkar

Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð það sem af er ári. Frá áramótum nemur lækkunin 1,8% miðað við gengisvísitölu krónunnar. Hefur gengi evru farið á þessum tíma úr 153,8 krónum í 156,6 krónur og krónan því veikst um 1,8% gagnvart evru.

Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka að breytingin gagnvart Bandaríkjadal sé minni. Hann kostaði 115,1 krónur um áramótin en kostar nú 116,8 krónur sem er hækkun um 1,5% gagnvart krónu.

Íslandsbanki segir, að ekki sé hægt að svara því með óyggjandi hætti hvað hafi valdið lækkun krónunnar undanfarið. Nokkrir þættir komi hins vegar til greina. Kaup Seðlabankans á gjaldeyri sé einn þáttur en bankinn hafi með kaupum sínum undanfarið verið að styrkja þann hluta gjaldeyrisforðans, sem ekki er  fenginn að láni og í leiðinni tekið nokkuð af því takmarkaða framboði sem hefur verið af gjaldeyri. Hlutdeild bankans af veltunni á millibankamarkaðinum með gjaldeyri var 82% á fimm síðustu mánuðum síðastliðins árs eða frá því að bankinn hóf regluleg kaup á gjaldeyri í ágúst.  

Þá segir Íslandsbanki, að væntingar um að afnám hafta sé á næsta leiti kunni að vera önnur skýring á þessari lækkun í gengi krónunnar  en væntanleg áætlun Seðlabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda um afnám hafta sé  boðuð fyrir lok febrúar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK