Verðbólgan lækkar þrátt fyrir hækkanir á mat og bensíni

Verðbólga fer lækkandi í janúar að mati IFS-greiningar.
Verðbólga fer lækkandi í janúar að mati IFS-greiningar. Sverrir Vilhelmsson

Tólf mánaða verðbólga mun fara úr 2,5% í 2,2% í janúar samkvæmt IFS-greiningu.  Verðbólguspá IFS fyrir desember hljóðar upp á lækkun vísitölu neysluverðs um 0,6%. Til samanburðar var lækkun vísitölunnar 0,3% (-3,6% á ársgrundvelli) í janúar 2010. Ef spáin gengur eftir að sögn IFS greiningar , mun 12 mánaða verðbólga mælast 2,2%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli lækkar úr 4,6% í -0,9% þar sem 0,74% verðbólga í október dettur úr mælingunni. Hagstofan mælir vísitölu neysluverðs í þessari viku en niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 26. janúar næstkomandi.

Samkvæmt IFS greiningu munu útsölur í janúar leiða til lækkunar á vísitölunni, auk lækkunar á reiknaðri húsaleigu og viðhaldi . Auk þess gerir IFS ráð fyrir að hækkun á flugfargjöldum til útlanda muni að einhverju leyti ganga til banka í janúar. Ennfremur hefur sú ákvörðun Hagstofunnar um að taka útvarpsgjaldið úr vísitölunni þau áhrif að vísitalan lækkar.

Hinsvegar kemur bensínverð til með að hækka áfram að mati IFS og það leiðir ennfremur til hækkunar á flutningskostnaði. Gjaldskrárhækkanir hjá hinu opinbera munu einnig leiða til hækkunar og þá gerir þá gerir IFS ráð fyrir að matarkarfan muni hækka áfram.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK