Kaupverðið á 52,4% hlut í Sjóvá var tæplega 4,9 milljarðar (4.899.400.000 kr.) sem þýðir að heildarverðmæti Sjóvár er 9,35 milljarðar, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.
Þessi samningur sé hagstæðari en það kaupverð sem var til umræðu sl. haust, sér í lagi þar sem verið sé að selja stærri hlut í félaginu. Gangi kaupsamningurinn eftir fari Eignasafn Seðlabanka Íslands ekki lengur með meirihluta í félaginu.
Framlag ríkisins til Sjóvár, til að bjarga félaginu frá gjaldþroti, nam 11,6 milljörðum. Miðað við að félagið seljist á 9,4 milljarða innleysir ríkissjóður meira en tveggja milljarða tap vegna björgunarinnar.