Merkel vill ekki þýska markið

Angela Merkel kanslari Þýskalands
Angela Merkel kanslari Þýskalands AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útilokað að þýska markið verði tekið upp að nýju. Nokkur Evrópuríki hafa viðrað þá hugmynd um að segja skilið við evruna þar sem slæm skuldastaða ríkja innan Myntbandalags Evrópu hefur áhrif á stöðu hennar gagnvart öðrum gjaldmiðlum

„Þýska markið mun ekki snúa aftur,“ segir Merkel í samtali við Stern Magazine sem kemur út á morgun. Að hennar sögn vilja Þjóðverjar gera allt til þess að tryggja stöðugleika evrunnar. Þá segir Merkel það afleita hugmynd að skipta evrusvæðinu í tvennt þ.e. að sameina vel stæð lönd í norðri annars vegar og skuldsett ríki í suðri hins vegar, en nú er óttast að slæm skuldastaða Portúgals eigi eftir að smita út frá sér til annarra evru-ríkja.

„Ekki fyrir mig. Ekki fyrir Þýskaland, þetta er skýrt nei,“ segir Markel og bætir við að samstarf evru-ríkjanna 17 þurfi að bæta.

daily Bild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK