Ríkið selur helming í Sjóvá

Höfuðstöðvar Sjóvár við Kringluna.
Höfuðstöðvar Sjóvár við Kringluna.

Fagfjárfestajóður í rekstri Stefnis, rekstrarfélags í eigu Arion banka, hefur komist að samkomulagi um kaup á rúmlega helmingshlut í tryggingafélaginu Sjóvá af Eignasafni Seðlabanka Íslands.

Þetta hefur mbl.is eftir öruggum heimildum, en starfsfólki Sjóvár verður tilkynnt um söluna síðar í dag.  Seljandinn er Eignasafn Seðlabanka Íslands, en eignarhluturinn sem seldur verður er 52,4%.

Uppfært 17:50

Í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem haldið hefur utan um söluferlið á Sjóva, kemur fram að fagfjárfestasjóðurinn sem um ræðir sé SF 1. Sá sjóður var í fjárfestahópnum sem Heiðar Már Guðjónsson leiddi stærstan hluta í síðasta árs í viðræðum við Seðlabankann. Sá kaupendahópur sagði sig hins vegar frá kaupunum í desember á síðasta ári.

Engu að síður segir í tilkynningu Íslandsbanka að salaná 52,4% hlutnum í Sjóvá til SF 1 sé niðurstaða söluferlis sem hófst á síðasta ári.En í tilkynningu segir að SF 1 hafi endurnýjað tilboð sitt eftir að söluferlið virtist hafa ratað í öngstræti í desember síðastliðnum.

Salan er háð ákveðnum skilyrðum FME og Samkeppniseftirlitsins, að því er segir í tilkynningunni. Ekkert kemur fram um söluverð helmingshlutarins í tryggingafélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK