Húsleitir í Seðlabanka og MP banka

Bíll merktur Landsbankanum kemur út úr bílageymslu Seðlabankans í dag.
Bíll merktur Landsbankanum kemur út úr bílageymslu Seðlabankans í dag. mbl.is/Ómar

Embætti sérstaks saksóknara leitaði í morgun hjá MP banka, Seðlabanka Íslands og ALMC, sem áður hét Straumur. Á vef Viðskiptablaðsins  segir að húsleitirnar tengist ætluðum brotum sem framin voru í Landsbankanum fyrir bankahrun.

Segir Viðskiptablaðið að einhverjir hafi verið handteknir í tengslum við málið.

Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, staðfesti við mbl.is að húsleit stæði nú yfir. Starfsmenn sérstaks saksóknara öfluðu gagna sem tengdust hinum föllnu viðskiptabönkum, en frekari upplýsingar gæti hann ekki gefið. Hann sagði engan starfsmann Seðlabankans hafa verið handtekinn í tengslum við rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK