Alls bárust 65 gild tilboð í útboði sem fór fram í dag á nýjum ríkisbréfaflokki til 20 ára. Tilboðin hljóðuðu samtals upp á 21.836 milljónir króna að nafnverði en 26 tilboðum var tekið fyrir 10.736 milljónir að nafnverði á söluverðinu 98,90, 6,60% ávöxtunarkröfu.
Samkvæmt útgáfuáætlun fjármálaráðuneytisins stendur til að gefa út ríkisbréf fyrir 15-20 milljarða króna á 1. ársfjórðungi 2011.