Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu segir, að OPEC-ríkin muni hugsanlega auka olíuframleiðslu á árinu til að mæta vaxandi eftirspurn.
Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði við blaðamenn í morgun að hann reiknaði með því að eftirspurn eftir olíu myndi aukast á heimsvísu um 2% á þessu ári og ekkert útlit væri fyrir að verð muni lækka.
Al-Naimi sagðist vera bjartsýnn á stöðu olíumarkaðarins á þessu ári og að gott jafnvægi verði á milli framboðs og eftirspurnar.