Evrópski fjárfestingarsjóðurinn Triton sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að sjóðurinn er í viðræðum um kaup á erlendum eignum Icelandic Group.
„Triton vill þróa þessi framleiðslufyrirtæki þannig að til verði sterkt og leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki í þessari atvinnugrein. Triton mun leggja til sérfræðiþekkingu og nauðsynlegt fjármagn til að frekari þróunar og stækkunar.
Kaupin falla vel að fjárfestingarstefnu Triton um að kaupa fyrirtæki sem eiga góða möguleika á að verða arðbær í langan tíma," er haft eftir Carl Evald Bakke-Jacobsen hjá Triton í tilkynningunni.
Fram kemur að Triton sé fjárfestingarfélag sem var stofnað 1998 og starfi á Norðurlöndum og á þýskumælandi svæðum. Fyrirtækið er með skrifstofur í Stokkhólmi og Frankfurt.
Fyrirtækið reki þrjá sjóði með um 650 milljarða höfuðstól og meðal fjárfesta séu stórfyrirtæki á borð við Nordea, Skandia, Storebrand og Harwardháskóli.