Triton staðfestir viðræður um Icelandic Group

Evrópski fjárfestingarsjóðurinn Triton sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að sjóðurinn er í viðræðum um kaup á erlendum eignum Icelandic Group. 

„Triton vill þróa þessi framleiðslufyrirtæki þannig að til verði sterkt og leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki í þessari atvinnugrein. Triton mun leggja til sérfræðiþekkingu og nauðsynlegt fjármagn til að frekari þróunar og stækkunar.

Kaupin falla vel að fjárfestingarstefnu Triton um að kaupa fyrirtæki sem eiga góða möguleika á að verða arðbær í langan tíma," er haft eftir Carl Evald Bakke-Jacobsen hjá Triton   í tilkynningunni.

Fram kemur að Triton sé fjárfestingarfélag sem var stofnað 1998 og starfi á Norðurlöndum og á þýskumælandi svæðum. Fyrirtækið er með skrifstofur í Stokkhólmi og Frankfurt.

Fyrirtækið reki þrjá sjóði með um 650 milljarða höfuðstól og meðal fjárfesta séu stórfyrirtæki á borð við Nordea, Skandia, Storebrand og Harwardháskóli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK